Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. desember 2020 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Þór: Erum stoltir og tilbúnir í þetta ævintýri
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn nýr þjálfari A-landsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára.

Arnar er fæddur 1978, er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu og er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu.

Í janúar 2019 var Arnar ráðinn þjálfari U21 landsliðsins en hann kom liðinu á Evrópumótið, sem fram fer á næsta ári.

Núna tekur hann við stöðu A-landsliðsþjálfara og er hans fyrsta verkefni að koma liðinu á HM í Katar veturinn 2022.

„Við erum stoltir af því að fá þetta tækifæri og erum tilbúnir í þetta ævintýri. Þetta eru stór verkefni og þetta gerir maður ekki einn. Öll þjóðin fer á bak við liðið eins og hefur verið undanfarin ár. Það taka allir Íslendingar þátt í þessu," sagði Arnar á blaðamannafundi.

Eiður Smári Guðjohnsen verður Eiði til aðstoðar. Arnar sagði á fundinum að það hefði enginn annar möguleiki verið í starfið.

„Það er 110% traust milli mín og Eiðs. Að hafa einhvern við hlið sér sem hugsar á sama hátt um fótbolta er gulls ígild. Ég hefði ekki viljað nokkurn annan með mér í þetta verkefni."
Athugasemdir
banner
banner
banner