Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. desember 2020 13:40
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Kynning á nýjum landsliðsþjálfara
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 verður fréttamannafundur hjá KSÍ í gegnum fjarfundarbúnað.

KSÍ hefur ráðið Arnar Þór Viðarsson sem nýjan þjálfara A-landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. Þetta var tilkynnt í morgun.

Á fundinum sitja fyrir svörum þjálfararnir Arnar og aðstoðarmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson formaður KSÍ.

Fótbolti.net fylgist með fundinum í beinni.
14:39
Fréttamannafundinum er lokið

Eyða Breyta
14:38
Guðni talar um að þó reynsla Arnars og Eiðs í þjálfun sé ekki mjög mikil þá hafi þeir gríðarlega reynslu, innsýn og þekkingu í leiknum. Vissulega hafi verið rætt í ráðningarferlinu um reynslu í þjálfun en heildarpakkinn hafi verið mjög sterkur.

Eyða Breyta
14:32
Arnar Þór Viðarsson um að hann sé ekki með mjög mikla reynslu í þjálfun:

"Ég hef þá reynslu sem ég hef. Ég hef samt þá trú á sjálfum mér og okkur sem landsliði."

Eyða Breyta
14:30
Heimir Hallgrímsson bauð Eiði Smára að vera aðstoðarþjálfari sinn á sínum tíma. Eiður segist vera á allt öðrum stað núna en þá og kominn lengra í þjálfaramenntun sinni. Hann hafi þá viljað halda áfram að spila.

Eyða Breyta
14:28
Spurt um U21-landsliðið.

Guðni: "Ég býst við ráðningu í U21 landsliðið mjög fljótlega. Við munum finna mjög hæfa menn til að leiða það lið í lokakeppnina."

Arnar: "Fyrsta púslið í þessu var A-landslið karla og það var eitthvað sem þurfti að klára. Nú er hægt að fara að vinna niður á við. Mér og Eiði er mjög annt um U21 liðið og viljum ekkert annað en að þeir fari áfram í þessum riðli í mars."

Eyða Breyta
14:27
Eiður um tenginguna við leikmenn: "Þetta snýst ekki um að vera vinur þeirra eða þekkja þá vel. Það er þó mikilvægt að sjá hvernig þeim líður inni á vellinum og við búum til ramma sem þjálfarar sem leikmenn fara eftir. Svo er það þeirra að búa til sína stemningu, burtséð frá okkur."

Eyða Breyta
14:23
Arnar ræðir um að meðalaldur þjálfara fari lækkandi og umhverfið sé breytt. Vinnuaðferðirnar séu breyttar.

Eyða Breyta
14:21
Guðni segir að rætt hafi verið við þrjá erlenda aðila fyrir utan Lars Lagerback. Vill hisnvegar ekki nafngreina þá.

Eyða Breyta
14:18
Guðni segir að ekki hafi verið rætt við Lars Lagerback um að verða aðalþjálfari. Hann segist hafa spjallað við Frey Alexandersson, Rúnar Kristinsson og Heimi Guðjónsson um landsliðið.

Eyða Breyta
14:15
Arnar: "Það er ekkert til sem heitir kynslóðaskipti. Fyrir verkefnið í mars verður besti hópurinn valinn, það lið sem við teljum líklegast til að skila sem flestum stigum í hús."

Eyða Breyta
14:14
Eiður um taktík og spilamennsku:

"Það mun margt fylgja eftir í þeirri hugmyndafræði sem við komum inn í U21 landsliðið. Nú þjálfum við karlmenn og ýmislegt sem fylgir því en þetta er áskorun sem er að vefjast fyrir okkur."

Eyða Breyta
14:13
Eiður: "Ég er aðstoðarmaður Arnars og Arnar er aðstoðarmaður minn. Þetta er ein heild og allir eru að stefna að sama markmiði"

Eyða Breyta
14:12
Eiður þakkar FH-ingum fyrir frábært tækifæri. "Ég átti stuttan tíma þar en hann var meiriháttar en að vera með Arnari í þessu starfi er eitthvað sem ekki var hægt að sleppa. Yfirleitt er það þannig að hann talar rosa mikið og ég kem svo inn með stutta punkta."

Eyða Breyta
14:11


Arnar: "Það er 110% traust milli mín og Eiðs. Að hafa einhvern við hlið sér sem hugsar á sama hátt um fótbolta er gulls ígild. Ég hefði ekki viljað nokkurn annan með mér í þetta verkefni."

Eyða Breyta
14:10
Arnar fer fögrum orðum um síðustu landsliðsþjálfara og gefur svo Eiði Smára orðið. Eiður ætlar að fara yfir vinnuaðferðir og stíl.

Eyða Breyta
14:08
Arnar um að Lars Lagerback verði mögulega til aðstoðar:

"Við höfum talað við Lars og erum spenntir fyrir því að fá Lars með okkur í undankeppni HM. Hann býr yfir reynslu og gæðum og ef hann er tilbúinn að stíga inn í starfsliðið hjá okkur muni það styrkja allt umhverfið til muna. Lars er nýhættur með norska landsliðið og er ekki klár í að hopp inn í "full time" verkefni hjá okkur. Strax eftir áramót þá munum við hitta Lars og vonandi mun hann stíga inn í þetta með okkur."

Eyða Breyta
14:06
Arnar þakkar Guðna, Klöru og stjórninni fyrir traustið.

"Við erum stoltir af því að fá þetta tækifæri og erum tilbúnir í þetta ævintýri. Þetta eru stór verkefni og þetta gerir maður ekki einn. Öll þjóðin fer á bak við liðið eins og hefur verið undanfarin ár. Það taka allir Íslendingar þátt í þessu."

Eyða Breyta
14:06


Þá tekur Arnar við og byrjar á því að þakka starfsliðinu sem var með honum og Eiði Smára með U21 landsliðinu.


Eyða Breyta
14:05
"Við ætlum okkur að gera atlögu að efsta sæti riðilsins í undankeppni HM. Við teljum okkur vera að taka framsækið skref með þessari ráðningu. Við höfum rætt við Lars Lagerback um einhverskonar aðkomu inn í teymið."

Eyða Breyta
14:03
Guðni segir að það sé alltaf stór ákvörðun að ráða landsliðsþjálfara en KSÍ telji að Arnar og Eiður sé rétta teymið til að leiða liðið á næstu árum. Við séum að horfa á fram á mjög spennandi tíma.

Eyða Breyta
14:02
Guðni: "Arnar hefur mikla reynslu sem leikmaður. Hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnusviðs fyrir tæpum tveimur árum og þjálfaði auðvitað U21 landsliðið með frábærum árangri."

Eyða Breyta
14:01
Guðni Bergsson formaður tekur til máls. Byrjar á því að þakka Hamren og Freysa fyrir góð störf. Segir þá hafa náð vel til leikmanna og staðið sig vel.

Eyða Breyta
14:00
Fundurinn er hafinn. Ómar Smárason er fundarstjóri.

Eyða Breyta
13:57
UEFA er búið að staðfesta niðurröðun leikja fyrir undankeppni HM 2022 og byrjar Ísland á útivelli gegn Þýskalandi.

Auk Þýskalands eru Rúmenía, Norður Makedónía, Armenía og Liechtenstein í íslenska riðlinum, J-riðli.

Hægt er að búast við að Rúmenar og Makedónar muni veita Strákunum okkar samkeppni um annað sæti riðilsins.

Ísland byrjar á þremur útileikjum en svo eiga Strákarnir okkar fimm heimaleiki í röð.

Leikir Íslands:
25. mars 2021 - Þýskaland - Ísland
28. mars 2021 - Armenía - Ísland
31. mars 2021 - Liechtenstein - Ísland
2. september 2021 - Ísland - Rúmenía
5. september 2021 - Ísland - Norður Makedónía
8. september 2021 - Ísland - Þýskaland
8. október 2021 - Ísland - Armenía
11. október 2021 - Ísland - Liechtenstein
11. nóvember 2021 - Rúmenía - Ísland
14. nóvember 2021 - Norður Makedónía - Ísland

Eyða Breyta
13:56
Var rætt við Lars Lagerback?
Var Arnar fyrstur á blaði?
Hver tekur U21 landsliðið?

Þessar spurningar og fleiri væntanlegar á fundinum, sem hefst klukkan 14:00.

Eyða Breyta
13:54


Byssur mættar á þennan fjar-fréttamannafund.

Einar Örn Jónsson á RÚV og Hörður Snævar Jónsson á 433 eru tilbúnir að láta til sín taka á fundi dagsins.

Eyða Breyta
13:45
Fréttatilkynning KSÍ:

KSÍ hefur ráðið Arnar Þór Viðarsson sem nýjan þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf.

Arnar er fæddur 1978, er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu og er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu.

Í janúar 2019 var Arnar ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og lætur hann nú af því starfi, en mun starfa áfram tímabundið sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, eins og hann hefur gert síðan í apríl 2019, þar til ráðið verður í þá stöðu.

Aðstoðarþjálfari Arnars verður Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir Arnar og Eiður störfuðu einnig saman með U21 landsliðið. Eiður Smári, sem er fæddur 1978 og hefur lokið UEFA B þjálfaragráðu, lék með 15 félagsliðum í 9 löndum frá árinu 1994 til 2016. Hann hefur leikið 88 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk, auk fjölmargra leikja og marka fyrir yngri landslið Íslands.

U21 landslið karla leikur í úrslitakeppni EM á árinu 2021 og mun KSÍ tilkynna um ráðningu nýs þjálfarateymis liðsins innan skamms.

Fyrstu leikir A landsliðs karla undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs verða leikir í undankeppni HM 2022 - þrír útileikir í mars 2021. Þá hafa verið staðfestir tveir vináttuleikir í júní - útileikir gegn Færeyjum og Póllandi.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner