Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 22. desember 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Barcelona vill losa sig við Coutinho til að forðast greiðslu
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho.
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Sport segir að Philippe Coutinho vilji losna við Philippe Coutinho sem fyrst en félagið þarf að borga 18 milljónir punda aukalega ef hann spilar tíu leiki til viðbótar fyrir félagið.

Coutinho gekk í raðir Barcelona frá Liverpool 2018 en kaupveðið gæti farið upp í 142 milljónir punda. Katalónska félagið vill losa sig við Brasilíumanninn áður en það gerist.

Ef Coutinho nær 100 leikjum þá virkjast ákvæði um að Börsungar þurfi að borga Liverpool 18 milljónir punda.

Coutinho er kominn með 90 leiki fyrir félagið. Ronald Koeman vill nota hann en félagið vill hinsvegar losna við hann.

Sagt er að Barcelona sé tilbúið að selja hann á 45 milljónir punda en félagið er í vandræðum fjárhagslega vegna heimsfaraldursins. Leikmenn hafa tekið á sig launalækkanir en félagið hefur safnað skuldum.
Athugasemdir
banner
banner
banner