Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 22. desember 2020 14:50
Magnús Már Einarsson
Breytt staða hjá Eiði núna miðað við 2016
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen segir að það hafi komið til tals að hann yrði aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins eftir EM í Frakklandi árið 2016. Heimir Hallgrímsson tók þá einn við sem aðalþjálfari og Lars Lagerback lét af störfum. Helgi Kolviðsson var á endanum ráðinn aðstoðarþjálfari Heimis.

Eiður Smári ræddi um að taka við sem aðstoðarþjálfari þá en hann var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.

„Óformlega, get ég viðurkennt að ég átti spjall við Heimi á sínum tíma. Mér fannst ég vera aðeins of náinn liðinu þá og hafði metnað til að halda áfram að spila þó að ég hafi ekki getað það vegna meiðsla." sagði Eiður á fréttamannafundi í dag.

„Hugur minn var ekki kominn í þjálfun og ég fann ekki fyrir löngun á þeim tíma. Ég byrjaði að taka þjálfaragráður og ætti að vera búinn með A-gráðuna ef það væri ekki fyrir Covid. Ég er kominn á allt annan stað í þeirri hugsun."

„Þegar svona tækifæri gefst þá fannst mér erfitt að neita því. Það eru búnir að vera spennandi tímar með landsliðinu og það eru spennandi tímar framundan. Allt þetta með gamla bandið, ég tek ekki þátt í því. Við spilum bara á besta liðinu á þeim tímapunkti sem landsleiki eru. Það er aðalatriðið. Allir leikmenn sem eru upp á sitt besta eiga möguleika á að vera í landsliðinu,"
sagði Eiður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner