Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. desember 2020 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Rúnar Alex verstur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal steinlá er Manchester City kíkti í heimsókn í 8-liða úrslitum deildabikarsins.

Rúnar Alex Rúnarsson var í marki og átti slakan leik. Hann þótti versti leikmaður vallarins og fær aðeins 4 í einkunn hjá Sky Sports.

Gabriel Martinelli var besti leikmaður Arsenal með 7 í einkunn en allir byrjunarliðsmenn Man City fengu 7 eða hærra. Phil Foden, Riyad Mahrez og Aymeric Laporte þóttu skara framúr með 8 í einkunn.

Man City vann leikinn 1-4 og gat Rúnar Alex gert betur í minnst tveimur markanna.

Arsenal: Rúnarsson (4), Mustafi (5), Gabriel (6), Kolasinac (5), Maitland-Niles (6), Elneny (5), Ceballos (6), Cedric (6), Willock (6), Lacazette (6), Martinelli (7).
Varamenn: Pepe (5), Smith Rowe (6), Balogun (6).

Man City: Steffen (7), Cancelo (7), Dias (7), Laporte (8), Zinchenko (7), Rodrigo (7), Fernandinho (7), Bernardo (7), Mahrez (8), Foden (8), Jesus (7).
Varamenn: Torres (6), Aguero (6)

Championship-lið Brentford kom þá á óvart og lagði Newcastle United að velli.

Josh Dasilva var besti maður vallarins og fékk 8 í einkunn. Enginn leikmaður í liði Newcastle þótti sérlega góður og fékk enginn þar yfir 6 í einkunn.

Brentford: Daniels (7), Fosu (7), Pinnock (7), Sorensen (7), Thompson (7), Janelt (6), Dasilva (8), Emiliano (6), Ghoddos (6), Canos (7), Forss (6)
Varamenn: Norgaard (6), Toney (6)

Newcastle: Darlow (6), Yedlin (6), Hayden (6), Clark (6), Lewis (5), Shelvey (6), Longstaff (5), Murphy (5), Fraser (6), Almiron (5), Wilson (5)
Athugasemdir
banner
banner