Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. desember 2020 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England í dag - Arsenal mætir meisturunum og Newcastle í færi
Titlinum fagnað í mars á þessu ári.
Titlinum fagnað í mars á þessu ári.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru á dagskrá í enska deildabikarnum í kvöld. Fyrri leikur dagsins er viðureign Brentford og Newcastle og seinni leikurinn er viðureign Arsenal og Manchester City.

Enski deildabikarinn er á Stöð 2 Sport.

Komið er inn í 8-liða úrslit keppninnar og mætti segja að Newcastle sé í dauðafæri að komast i undanúrslit þegar liðið mætir B-deildarliði Brentford.

Arsenal hefur gengið afleitlega að undanförnu en getur horft í það að liðið leikur ekki í deildinni í kvöld. Pierre-Emerick Aubameyang verður ekki með Arsenal í kvöld vegna meiðsla. Manchester City vann þessa keppni á síðasta tímabili.

Úrslitaleikur keppninnar fer fram seint í apríl á komandi ári.

ENGLAND: League Cup
17:30 Brentford - Newcastle
20:00 Arsenal - Man City
Athugasemdir
banner
banner
banner