banner
   þri 22. desember 2020 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gasperini um Papu Gomez: Flóknara þegar forsetinn verður reiður
Papu Gomez
Papu Gomez
Mynd: Getty Images
Gasperini
Gasperini
Mynd: Getty Images
Það eru erjur milli Gian Piero Gasperini, stjóra Atalanta, og Alejandro 'Papu' Gomez, fyrirliða liðsins. Papu var ekki í leikmannahópi Atalanta þegar liðið vann 4-1 sigur á Roma um helgina.

Papu var samþykkur þeirri ákvörðun stjórans og eru allar líkur á því að hann haldi á burt í janúar.

Erjurnar tengjast argentínska landsliðinu og hegðun Papu gegn Midtjylland í Meistaradeildinni í vetur en Papu óhlýðnaðist skipunum Gasperini.

„Þegar þjálfari verður reiður þá er það slæmt. Þegar forseti verður reiður, þá er það flóknara," sagði Gasperini og kemur inn á það að forseti Atalanta sé ekki sáttur við stöðuna.

„Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál. Þetta er eitthvað sem félagið mun sjá um," bætti Gasperini við.

Næsti leikur Atalanta er gegn Bologna á morgun.

Sjá einnig:
Papu Gomez reifst við Gasperini - Á leið frá félaginu
Þjálfarinn hafði betur í stríði gegn fyrirliðanum
Fór ekki eftir skipunum Gasperini


Athugasemdir
banner