þri 22. desember 2020 14:22
Magnús Már Einarsson
Guðni Bergs: Ætlum að gera atlögu að efsta sætinu
Icelandair
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari A-landsliðs Íslands á fréttamannafundi í dag á sama tíma og Eiður Smári Guðjohnsen var kynntur sem aðstoðarþjálfari.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að reynsluboltar í landsliðinu spili áfram með landsliðinu og hann segir að stefnan sé sett á sigur í undankeppni HM. Þar er Ísland í riðli með Þýskalandi, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Armeníu og Lúxemborg.

„Við teljum að Arnar Þór sé rétti maðurinn í starfið og leiða þetta næsta árin með Eiði. Við viljum ná frekari afrekum og uppbyggingu á næstu árum," sagði Guðni á fréttamannafundinum.

„Við erum með blöndu af reyndum leikmönnum og efnilegum leikmönnum sem þurfa að taka við keflinu þegar fram líða stundir. Árangur U21 hefur verið hvatning fyrir okkur. Við viljum að þessir reyndari í hópnum verði með okkur í þónokkur ár í viðbót. Við teljum að þessi góða blanda viti á gott og við séum að horfa fram á spennandi tíma."

„Við treystum Arnari og Eiði mjög vel í það verkefni að taka það áfram. Við ætlum að byggja áfram á þessum gömlu góðu gildum sem við erum að kynna í afreksstarfinu okkar. Við viljum vera með góða liðsheild og gott skipulag og bæta okkar leik almennt á sama tíma. Við ætlum okkur að gera atlögu að efsta sæti riðilsins fyrir HM í Katar. Það er alveg ljóst,"
sagði Guðni.
Athugasemdir
banner
banner