þri 22. desember 2020 06:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þú ert stór­stjarn­an sem ger­ir okk­ur að því liði sem við erum"
Mynd: Getty Images
Liverpool var útnefnt lið ársins á verðlaunahátíðinni "Sports Personality of they Year" sem BBC hélt á sunnudagskvöld. Jordan Henderson, fyrirliði liðsins, tók við verðlaununum. Henderson var tilnefndur sem einstaklingur ársins en þau verðlaun hlaut Lewis Hamilton.

Jurgen Klopp, stjóri liðsins, las upp bréf frá sér til Henderson við tilefnið, Klopp var tilnefndur sem þjálfari ársins. Liverpool varð Englandsmeistari í sumar eftir þrjátíu ára bið.

„Halló vin­ur, halló fyr­irliði,“ byrjaði Klopp.

„Þegar við urðum Eng­lands­meist­ar­ar í haust skrifaðir þú persónulegt bréf til allra leik­manna liðsns og mín. Nú er komið að mér og ég skrifa því þetta bréf til þín."

„Það er sagt að við í Li­verpool séum ekki með neina stór­stjörnu held­ur að liðið sé stór­stjarn­an okk­ar. Þetta er allt satt og rétt. Þú ert hins veg­ar stór­stjarn­an sem ger­ir okk­ur að því liði sem við erum."

„Jor­d­an, fólk átt­ar sig oft ekki á því hversu góður þú ert en ég og liðsfé­lag­ar þínir ger­um það svo sann­ar­lega. Þú hef­ur gengið í gegn­um ým­is­legt hjá Li­verpool en kom­ist í gegn­um allt með einstök­um per­sónu­leika."

„Þú leidd­ir fé­lagið til sig­urs í ensku úr­vals­deild­inni. Þú gerðir það með ein­stöku hug­ar­fari og auðmýkt. Þú ert íþróttamaður í heimsklassa en þú ert ennþá betri mann­eskja. Takk fyr­ir allt elsku vin­ur og von­andi verður árið 2021 ennþá betra."

„Með ást, Jür­gen,“
las Klopp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner