Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. desember 2020 14:31
Magnús Már Einarsson
Kom aldrei inn í myndina að ráða Lars sem þjálfara
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að það hafi ekki komið inn í myndina að ráða Lars Lagerback aftur sem landsliðsþjálfara.

Lars hætti sem þjálfari norska landsliðsins á dögunum en hann stýrði íslenska landsliðinu frá 2012 til 2016.

Arnar Þór Viðarsson var ráðinn sem landsliðsþjálfari í dag en til greina kemur fyrir að Lars verði með þjálfarateyminu.

„Nei í sjálfu sér ekki," sagði Guðni á fréttamannafundi í dag aðspurður hvort hann hafi boðið Lars að taka við sem þjálfari.

„Ég ræddi við hann um hvar hans hugur stæði og hann var ekki til í að fara í fullt starf á því stigi. Það kom aldrei inn í myndina. Sá möguleiki kom ekki til umræðu fyrir vikið."
Athugasemdir
banner
banner