Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. desember 2020 15:04
Magnús Már Einarsson
Leit hafin að U21 þjálfara fyrir EM
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum þegar farin að skoða þetta," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á fréttamannafundi í dag aðspurður út í þjálfaramálin hjá U21 landsliðinu.

Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari en þeir hafa verið í sömu störfum hjá U21 landsliðinu.

U21 landsliðið er á leið í lokakeppni EM í Ungverjalandi í mars en liði er í riðli með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi. Leit stendur yfir að nýjum þjálfara þar.

„Við munum finna góða og hæfa þjálfara til að leiða þann hóp í úrslitakeppnina, Þetta er gríðarlega spennandi fyrir okkur og strákana. Þetta er mikilvægt verkefni og við munum búa um hnútana þannig að það verði mjög vel skipað," sagði Guðni í dag.

Arnar Þór Viðarsson sagði: „U21 er að fara í lokakeppni í mars og okkur Eið er mjög annt um þetta lið og annt um drengina. Við viljum ekkert annað en að þeir fari áfram úr þessum riðli í mars."

„Við erum búnir að stilla upp öllum þeim listum sem við þurfum að stilla upp. Það verður farið hratt í þetta á næstu dögum og vikum. Það er ekki bara U21, það er líka U19. Við munum vinna þetta hratt og örugglega á næstu dögum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner