Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. desember 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Líklega koma tilboð í Grealish í janúar
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa.
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Aston Villa getur búið sig undir að fá tilboð í fyrirliða sinn Jack Grealish í janúarglugganum. Það er þó ansi ólíklegt að Grealish verði seldur á miðju tímabili en Villa er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester United hefur lengi sýnt Grealish, sem er 25 ára, áhuga en nú er talað um að Manchester City og Liverpool hafi einnig áhuga á enska landsliðsmanninum.

Það hefur ýmislegt gengið á hjá Grealish utan vallar en innan vallar er hann með fimm mörk og sex stoðsendingar fyrir Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Hann gerði nýjan samning í september og fær nú 130 þúsund pund í vikulaun.

Mirror telur að United og City gætu freistað gæfunnar og gert tilboð í Grealish í janúar. Því er spáð að hörð barátta verði um hann næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner