Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. desember 2020 10:23
Elvar Geir Magnússon
Maguire spilað flestar mínútur allra á árinu 2020
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Ruben Dias var hjá Benfica áður en hann gekk í raðir Manchester City í sumar.
Ruben Dias var hjá Benfica áður en hann gekk í raðir Manchester City í sumar.
Mynd: Getty Images
Ný samantekt sýnir að varnarmaðurinn Harry Maguire hafi spilað fleiri mínútur en nokkur annar atvinnumaður í fótbolta í heiminum á árinu 2020. Þá eru markverðir meðtaldir!

Fyrirliði Manchester United hefur verið innan vallar í 4.745 mínútur, rúmlega 79 klukkustundir.

Næstir á listanum af útispilurum er Ruben Dias varnarmaður Manchester City, Lionel Messi fyrirliði Barcelona og Bruno Fernandes liðsfélagi Maguire hjá United.

Maguire toppar Marcelo Lomba hjá Internacional í Brasilíu sem er efstur markvarða.

Tölfræði Maguire er mögnuð, hann hefur spilað hverja mínútu í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom til United frá Leicester sumarið 2019. Síðan tímabilið 2020-21 byrjaði hefur hann bara misst af tveimur leikjum United, 2-1 sigrinum gegn PSG í Meistaradeildinni og 3-0 sigrinum gegn Brighton í deildabikarnum.

Hann spilaði í níu Evrópudeildarleikjum á síðasta tímabili og lék fjóra landsleiki fyrir England.

Maguire hefur spilað flestar mínútur en þær komu í 53 leikjum. Áhugavert er að Christian Eriksen hjá Inter hefur spilað fleiri leiki eða 54. Hann kemst þó ekki á topp þúsund yfir flestar mínútur spilaðar.

Flestar mínútur útispilara
1) Harry Maguire - 4745 mín (Manchester United)
2) Ruben Dias - 4344 mín (Manchester City)
3) Lionel Messi - 4293 mín (Barcelona)
4) Bruno Fernandes - 4164 mín (Manchester United)
5) Bruno Pacheco - 4162 mín (Ceara SC)
6) Romelu Lukaku - 4144 mín (Inter Milan)
7) Victor Lindelöf - 4142 mín (Manchester United)
8) Raphael Varane - 4123 mín (Real Madrid)
9) Jesus Navas - 4110 mín (Sevilla)
10) Callum McGregor - 4106 mín (Celtic)

Flestar mínútur markvarða
1) Marcelo Lomba - 4740 mín (SC Internacional)
2) Weverton Pereira - 4728 mín (Palmeiras)
3) Fernando Prass - 4620 mín (Ceara SC)
4) Tiago Volpi - 4499 mín (Sao Paulo)
5) Lukas Hradecky - 4410 mín (Bayer Leverkusen)
6) Gianluigi Donnarumma - 4360 mín (AC Milan)
7) Jan Oblak - 4290 mín (Atletico Madrid)
8) Manuel Neuer - 4277 mín (Bayern München)
9) Vanderlei da Silva - 4230 mín (Gremio)
10) Rafael Santos - 4216 mín (AD Confianca)
Athugasemdir
banner