Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. desember 2020 10:50
Elvar Geir Magnússon
McTominay ekki með gegn Everton
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Getty Images
Scott McTominay og Luke Shaw gætu misst af leik Manchester United gegn Everton á miðvikudagskvöld.

Liðin mætast í átta liða úrslitum deildabikarsins, Carabao Cup.

McTominay og Shaw byrjuðu í 6-2 sigrinum gegn Leeds á sunnudag en Shaw þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. Þá neyddist McTominay til að yfirgefa völlinn vegna nárameiðsla.

Shaw mætti klukkutíma á eftir öðrum á hótel United á laugardag en hann hafði verið veikur.

McTominay skoraði fyrstu tvö mörk United í leiknum gegn Leeds og verður að öllum líkindum hvíldur á Goodison Park annað kvöld.

„Scott var framherji á yngri árum. Líkami McTominay er eins og skrímsli - hann getur unnið skallaeinvígi og tæklingar en hann er snöggur líka. Það er í hans náttúru að sækja og stundum þarf ég að stoppa hann, en í dag var engin ástæða til þess. Hann er frábær skjöldur fyrir okkar öftustu menn," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, eftir leikinn gegn Leeds.
Athugasemdir
banner
banner