Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. desember 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Messi bætti markamet Pele
Mynd: Getty Images
Lionel Messi bætti í kvöld markamet brasilísku goðsagnarinnar Pelé. Messi skoraði þriðja markið í 0-3 sigri Barcelona gegn Real Valladolid í spænsku deildinni.

Þetta var mark númer 644 sem Messi skorar fyrir aðallið Barcelona. Hann er því búinn að skora einu marki meira en Pelé sem gerði 643 mörk á 18 árum hjá Santos. Messi hefur verið hjá Barcelona í 16 ár.

Pelé setti markametið 1975 og hefur engum tekist að bæta það fyrr en nú. Gerd Müller er í þriðja sæti með 565 mörk á 15 árum hjá FC Bayern, Fernando Peyroteo er í fjórða sæti með 544 mörk fyrir Sporting og svo kemur Josef Bican með 534 mörk fyrir Slavia Prag.

Cristiano Ronaldo er í tíunda sæti með 450 mörk skoruð fyrir Real Madrid.

1. Lionel Messi 644 Barcelona
2. Pelé 643 Santos
3. Gerd Müller 565 Bayern
4. Fernando Peyroteo 544 Sporting
5. Josef Bican 534 Slavia Prag
6. Jimmy McGrory 522 Celtic
7. Jimmy Jones 517 Glenavon
8. Uwe Seeler 507 Hamburger SV
9. Eusebio 473 Benfica
10. Cristiano Ronaldo 450 Real Madrid


Athugasemdir
banner