Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. desember 2020 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Lærisveinar Jóhannesar féllu á markatölu
Mynd: Getty Images
Mynd: IK Start
Viðar Örn Kjartansson gerði fyrsta mark leiksins er Vålerenga skoraði fjögur gegn Start í lokaumferð norsku deildarinnar.

Vålerenga endar í þriðja sæti með 55 stig eftir 30 umferðir og tekur þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári.

Jóhannes Harðarson er þjálfari Start sem fellur á markatölu, með 27 stig og 23 mörk í mínus. Mjondalen vann 3-0 í dag og endar með 19 mörk í mínus.

Mjondalen afgreiddi botnlið Ålesund í fyrri hálfleik og var staðan 3-0 í leikhlé. Davíð Kristjáni Ólafssyni byrjaði í liði Álasundar en var skipt af velli í hálfleik.

Vålerenga 4 - 0 Start
1-0 Viðar Örn Kjartansson ('5)
2-0 O. Sahraoui ('14)
3-0 O. Sahraoui ('30)
4-0 O. Holm ('86)

Mjondalen 3 - 0 Ålesund
1-0 S. Liseth ('13)
2-0 M. Nakkim ('17)
3-0 C. Gauseth ('45, víti)

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í liði Rosenborg sem gerði markalaust jafntefli við Sandefjord.

Rosenborg endar í fjórða sæti og tekur því þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta haust.

Viðar Ari jónsson lék síðasta hálftímann í liði Sandefjord sem endar í neðri hlutanum með 35 stig.

Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson léku þá allan leikinn er Strömsgodset steinlá gegn Stabæk á heimavelli.

Strömsgodset tapaði 0-4 og endar með 31 stig, fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Að lokum var Jón Guðni Fjóluson í hjarta varnarinnar hjá Brann sem lagði Odd að velli.

Sandefjord 0 - 0 Rosenborg

Brann 2 - 1 Odd
R. Taylor ('45, víti)
1-1 M. Bakenga ('65)
2-1 J. Tveita ('71)

Strömsgodset 0 - 4 Stabæk
0-1 K. Hansen ('44)
0-2 D. Maatsen ('79)
0-3 D. Maatsen ('85)
0-4 K. Kinoshita ('93)
Athugasemdir
banner
banner
banner