Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 22. desember 2020 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr aðili mun taka við sem yfirmaður knattspyrnusviðs
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson verður ekki áfram sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ núna þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari karla.

Arnar var í ráðinn til starfa sem landsliðsþjálfari ásamt Eiði Smára Guðjohnsen.

Arnar hefur frá því í fyrra gegnt starfi yfirmanns knattspyrnusviðs hjá KSÍ og verið U21 landsliðsþjálfari. Sem yfirmaður knattspyrnusviðs hefur meðal annars unnið að því að móta afreksstefnu. Núna mun hann fyrst og fremst einbeita sér að A-landsliðinu og verður nýr einstaklingur fundinn í starf yfirmanns knattspyrnusviðs KSÍ.

„Að sjálfsögðu hefur það verið rætt. Það er allt skrifað í stein. Næstu þrjá mánuði verður mikið að gera hjá okkur að manna starfsliðið, ræða við leikmenn og búa til plön, leikgreina andstæðinga," sagði Arnar Þór.

„Knattspyrnusviðið er eins og fjórða barnið mitt og mér þykir rosalega vænt um það. Árangur landsliðsins er ennþá mikilvægari á næstu mánuðum. Þau verkefni sem eru framundan mun ég stýra af hliðarlínunni. Við skoðum á næstu mánuðum hvernig við getum siglt knattspyrnusviðinu inn í framtíðina. Á næstu mánuðum ætlum við að reyna að finna einhvern sem tekur við af mér. Það er ekki hægt að hoppa beint yfir í það. Það eru mörg verkefni sem eru nýkomin af stað og þau verkefni þurfa að vera komin aðeins lengra áður en maður getur sagt alveg bless við þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner