Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 22. desember 2020 09:15
Elvar Geir Magnússon
Salah ekki seldur - Maxi Gomez orðaður við Arsenal
Powerade
Sóknarmaðurinn Maxi Gomez.
Sóknarmaðurinn Maxi Gomez.
Mynd: Getty Images
Marcos Rojo á æfingasvæði Manchester United.
Marcos Rojo á æfingasvæði Manchester United.
Mynd: Getty Images
Demarai Gray.
Demarai Gray.
Mynd: Getty Images
Stones, Salah, Alaba, Gomez, Digne, Rojo, Jones og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Miðvörðurinn John Stones (26) mun skrifa undir nýjan samning við Manchester City eftir að hafa náð að sannfæra Pep Guardiola á þessu tímabili. (Telegraph)

Liverpool er ekki með neinar áætlanir um að selja egypska sóknarmanninn Mo Salah (28) þrátt fyrir að hann sé sagður óánægður hjá félaginu. (Sun)

David Alaba (28) hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Evrópumeistara Bayern München og getur rætt við önnur félög í janúar. Chelsea, Real Madrid og Paris St-Germain eru sögð áhugasöm. (Mail)

Arsenal íhugar að gera tilboð í úrúgvæska sóknarmanninn Maxi Gomez (24) hjá Valencia. Gomez er með fjögur mörk í tólf leikjum í La Liga á þessu tímabili. (Mirror)

Everton býr sig undir að bjóða Lucas Digne (27) nýjan samning. Manchester City er meðal félaga sem vilja franska vinstri bakvörðinn. (Times)

Newcastle United og Sheffield United hafa áhuga á að fá argentínska varnarmanninn Marcos Rojo (30) á lánssamningi frá Manchester United. (The Athletic)

Paris St-Germain hyggst reyna að fá slóvenska markvörðinn Jan Oblak (27) frá Atletico Madrid. Oblak er víst tilbúinn í nýja áskorun. (Mail)

West Brom og Derby County vilja fá enska varnarmanninn Phil Jones (28) lánaðan frá Manchester United. (Star)

Manchester United vill kaupa ekvadorska miðjumanninn Moises Caicedo (19) frá Independiente del Valle í janúarglugganum. (Manchester Evening News)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, býst ekki við því að bæta við sóknarmanni í janúarglugganum þrátt fyrir að Gabriel Jesus og Sergio Aguero hafi misst af sigurleiknum gegn Southampton á laugardaginn. (Goal)

Enski U21 landsliðsmaðurinn Rhys Williams (19) verður ekki lánaður frá Liverpool. Middlesbrough og fleiri félög í Championship-deildinni hafa áhuga á að fá hann. (Sun)

Skoski vængmaðurinn Lewis Morgan (24) hjá Inter Miami er á óskalista Sheffield United og Championship-félagsins Reading. (Mail)

Sheffield United hefur áhuga á að fá Gambíumanninn Omar Colley (28), varnarmann Sampdoria. Þá gæti Jesse Lingard (28) verið lánaður frá Manchester United til Sheffield. (Yorkshire Live)

Leicester City er tilbúið að leyfa enska vængmanninum Demarai Gray (24) að yfirgefa félagið í janúar en Tottenham, Everton, Southampton og Crystal Palace hafa áhuga. (90 min)

Arsenal hefur hafið viðræður við enska varnarmanninn Rob Holding (25) en samningur hans rennur út 2023. (Football Insider)

Huddersfield Town í ensku Championship-deildinni undirbýr metnaðarfullt tilboð í brasilíska sóknarmanninn Lincoln (20) hjá Flamengo. (Mail)

Paul Dummett (29), varnarmaður Newcastle, viðurkennir að hafa óttast að þurfa að leggja skóna á hilluna vegna sífelldra meiðslavandræða. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner