Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. desember 2020 22:39
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Rúnar Alex missti fasta aukaspyrnu Mahrez í netið
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson átti slakan leik er Arsenal tapaði 1-4 fyrir Manchester City í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins.

Rúnar Alex var valinn sem versti maður vallarins í einkunnagjöf Sky Sports þar sem hann fékk aðeins 4 af 10 mögulegum, eða nokkuð sjaldséða falleinkunn.

Stærsta ástæðan fyrir þessari lélegu einkunn er mark sem Riyad Mahrez skoraði beint úr aukaspyrnu. Spyrnan var föst og fór beint á Rúnar, sem tókst þó ekki að handsama knöttinn og missti hann þess í stað í netið.

Atvikið má sjá með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner