Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. desember 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher skellihló þegar hann sá nafn Pogba hjá Gary
Mynd: Skjáskot
Gary Neville og Jamie Carragher völdu í gærkvöldi lið ársins í ensku úrvalsdeildinni fyrir árið 2020 í heild sinni. Þeir voru í þættinum MondayNightFootball á Sky Sports.

Sjá einnig:
Völdu lið ársins - Enginn Mane

Í kjölfarið rýndu þeir í komandi ár. Báðir spá þeir því að Liverpool vinni deildina og að Sheffield United og WBA myndu falla. Neville heldur að Brighton muni falla með hinum en Carragher heldur að Fulham fari niður.

Þeir spá svo báðir því að Manchester-liðin endi í efstu fjórum sætunum en Neville hefur trú á Tottenham í topp 4 á meðan Carragher er Chelsea megin í lífinu.

Síðasti flokkurinn var svo sá leikmaður sem vert er að fylgjast með á komandi ári. Carragher valdi John Stones, miðvörð Man City, á meðan Gary Neville valdi Paul Pogba, miðjumann Man Utd, þriðja árið í röð.

Carragher fór að skellihlæja þegar hann sá nafn Pogba og sagði að Neville velji Pogba á hverju ári.

„Ég segi þetta því ég vil að hann keyri United áfram í átt að titlinum. Ég vil að hann verði sá leikmaður sem hann hefur getuna í að vera. Það hljómar hlægilega núna," sagði Neville en að lokum ýjaði hann að því að einhver hefði sett inn nafn Pogba en ekki hann sjálfur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner