Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. desember 2020 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Bruce: Misstum af frábæru tækifæri
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, var svekktur eftir 1-0 tap gegn Brentford í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í dag.

Championship lið Brentford er því komið í undanúrslit í fyrsta sinn í sögunni og sitja úrvalsdeildarleikmenn Newcastle eftir með sárt ennið.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en því miður vorum við ekki nógu góðir í dag. Við bjuggumst við að gera betur en nú þurfum við að samþykkja þetta tap og halda áfram að safna stigum í úrvalsdeildinni," sagði Bruce að leikslokum.

„Við erum mjög svekktir því þetta var frábært tækifæri til að komast í undanúrslit deildabikarsins í fyrsta sinn í mörg ár. Ég er mjög sár og svekktur með þetta tap.

„Við héldum í trúna og Jacob Murphy fékk frábært færi en heppnin féll ekki með okkur. Ég valdi byrjunarlið sem ég taldi nægilega sterkt til að vinna þennan leik en því miður fyrir okkur þá áttu leikmenn Brentford frábært kvöld."


Bruce er sérstaklega ósáttur vegna þess að hann bjóst við að sigra gegn liði sem spilar í deild fyrir neðan heldur en Newcastle.

„Það var gott að komast í 8-liða úrslitin en við erum augljóslega svekktir með að hafa ekki komist lengra. Við erum svekktir því við misstum af frábæru tækifæri til að komast í undanúrslitin."
Athugasemdir
banner
banner