Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. desember 2020 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leipzig sló Augsburg úr leik
Angelino gerði stórglæsilegt mark gegn Augsburg.
Angelino gerði stórglæsilegt mark gegn Augsburg.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Augsburg sem var slegið úr þýska bikarnum á heimavelli í dag.

Augsburg tók á móti stórliði RB Leipzig og skoraði Willi Orban snemma leiks. Leipzig var mun betra liðið allan leikinn og vann að lokum 0-3.

Danski framherjinn Yussuf Poulsen tvöfaldaði forystuna á 75. mínútu og gerði Angelino út um viðureignina með glæsilegu marki á lokakaflanum.

Augsburg 0 - 3 RB Leipzig
0-1 Willi Orban ('11 )
0-2 Yussuf Poulsen ('75 )
0-3 Angelino ('82 )

Köln og Schalke höfðu þá betur gegn neðrideildaliðum Osnabrück og Ulm.

Anthony Modeste gerði mark Kölnar á meðan Suat Serdar og Benito Raman sáu um markaskorunina hjá Schalke.

Köln 1 - 0 Osnabrück
1-0 Anthony Modeste ('45 )

Ulm 1 - 3 Schalke 04
0-1 Suat Serdar ('27 )
0-2 Benito Raman ('51 )
0-3 Benito Raman ('63 )
1-3 Johannes Reichert ('82 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner