Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. desember 2022 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sex mistök til þessa - Mark Martinelli átti að standa
Martinelli fagnar marki.
Martinelli fagnar marki.
Mynd: EPA
Það hefur gefið út opinberlega að dómarar í ensku úrvalsdeildinni hafi gert alls sex mistök þegar kemur að myndbandsdómgæslu í deildinni á þessari leiktíð.

VAR hefur 48 sinnum gripið inn í á þessari leiktíð og sex sinnum hafa mistök verið gerð.

ESPN hefur sagt frá því að ein þessara mistaka sé mark sem Gabriel Martinelli skoraði gegn Manchester United.

Arsenal skoraði á tólftu mínútu á Old Trafford en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun. Það var metið sem svo að Martin Ödegaard hefði brotið á Christian Eriksen í aðdragandanum. Markið hefði í raun átt að standa.

Staðan var markalaus þegar markið kom en United skoraði í kjölfarið mark sem var metið löglegt. United vann að lokum 3-1 sigur.

Vonast er eftir færri mistökum á seinni hluta tímabilsins en þetta sýnir fram á það að myndbandsdómgæsla bjargar ekki öllu.
Athugasemdir
banner
banner
banner