Það ætti ekki að koma neinum á óvart en David Alaba er fótboltamaður ársins í Austurríki. Hann er líka íþróttamaður ársins í landinu.
Alaba fékk yfirburðakosningu í kjörinu en næstur kom sóknarmaðurinn Marko Arnautovic.
Alaba átti flott ár þar sem sigur Real Madrid í Meistaradeildinni stóð upp úr. Hann spilaði stórt hlutverk í þeirri vegferð.
Þetta er í níunda sinn þar sem Alaba er kjörinn fótboltamaður ársins í Austurríki en enginn annar kemst með tærnar þar sem hann er með hælana. Ivica Vastic, fyrrum leikmaður Sturm Graz, kemst næstur Alaba en hann tók þessi verðlaun fjórum sinnum á sínum tíma.
Alaba er fæddur árið 1992 og er ansi líklegur til að vinna verðlaunin í tíunda sinn á næsta ári.
Athugasemdir