Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Annar Íslendingur í MLS-deildina
Seattle Sounders valdi Eyþór Martin Björgólfsson
Seattle Sounders valdi Eyþór Martin Björgólfsson
Mynd: Heimasíða Seattle Sounders
Fjórir Íslendingar munu spila í MLS-deildinni á næsta tímabili
Fjórir Íslendingar munu spila í MLS-deildinni á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Aron Elí Sævarsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Helgi Benediktsson voru ekki valdir í nýliðavali MLS-deildarinnar í nótt en það kom hins vegar annað nafn upp úr pottinum og er sá hálfur Íslendingur.

Eyþór Martin Vigerust Björgólfsson, 22 ára gamall framherji, var valinn af Seattle Sounders í 2. umferð nýliðavalsins en hann var 38. leikmaðurinn sem var valinn.

Þessi ágæti framherji skoraði 24 mörk yfir fjögur tímabil með Kentucky háskólanum. Þar náði hann mögnuðum árangri og á síðasta ári vann hann Conference USA-mótið og gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í úrslitaleiknum.

Í sumar spilaði hann með Vermont Green í USL League Two deildinni en þangað fara öflugir leikmenn úr háskólaboltanum til að ná sér í reynslu yfir sumartímann. Eyþór skoraði sex mörk og lagði upp eitt í tíu leikjum.

Eyþór er fæddur og uppalinn í Jessheim í Noregi en faðir hans er íslenskur.

Framherjinn er stór og stæðilegur en hann er um 193 sentímetrar á hæð.

Á síðasta ári spilaði hann með norska félaginu Nardo FK en hann lék þar með Óttari Húna Magnússyni, fyrrum leikmanni Leiknis. Þar áður lék hann með unglinga- og varaliði Ull/Kisa.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum ágæta leikmanni en nú eru Íslendingarnir í MLS-deildinni fjórir talsins. Þorleifur Úlfarsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Róbert Orri Þorkelsson spila allir í deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem fólk getur lært aðeins meira um þennan hálfa Íslending.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner