Grótta tilkynnti í dag að Axel Sigurðarson muni spila með liðinu að nýju á komandi tímabili í Lengjudeildinni. Axel hefur stundað nám í Bandaríkjunum og missti af síðasta tímabili með liðinu. Axel gerði eins árs samning við félagið.
Þá tilkynnti félagið einnig að Ívar Óli Santos hafi framlengt samning sinn við félagið til tveggja. Hinn 19 ára gamli Ívan Óli kom til Gróttu fyrir síðasta tímabil en hann er uppalinn í ÍR. Ívan spilaði 20 leiki með Gróttu í sumar og skoraði í þeim þrjú mörk.
Ívan hefur einnig leikið með ÍR í 1. og 2. deild og HK í efstu deild. Þá lék Ívan sjö leiki fyrir yngri landslið Íslands.Axel, sem er fæddur árið 1998, er uppalinn í KR en kom á láni til Gróttu árið 2019. Hann skipti svo alfarið yfir til félagsins árið 2020.
Axel hefur spilað 39 leiki fyrir Gróttu og skorað í þeim sex mörk. Hann á einnig að baki leiki með KR, HK og ÍR og einn leik með U19 ára landsliði Íslands. Síðustu ár hefur Axel spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hann stundar nám í viðskiptafræði. Axel gat ekkert leikið með Gróttu á liðnu.