Birkir Bjarnason og hans menn í tyrkneska liðinu Adana Demirspor eru úr leik í bikarnum þetta árið eftir að hafa tapað fyrir Rizespor, 4-3, eftir framlengdan leik.
Íslenski landsliðsmaðurinn var í byrjunarliði Adana í dag en var tekinn af velli í hálfleik.
Rizespor var þá tveimur mörkum yfir en Adana tókst að jafna metin áður en síðari hálfleikurinn var úti. Rizespor átti möguleika á því að tryggja sig áfram undir lok leiks en liðið klikkaði á vítaspyrnu og gaf það Adana von.
Sú von lifði ekki lengi því Rizespor skoraði tvö mörk á þremur mínútum í framlengingunni áður en Adana minnkaði sjö mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 4-3 fyrir Rizespor sem fer áfram.
Birkir hefur aðeins spilað sex leiki á tímabilinu með Adana og aðeins 263 mínútur í heildina.
Athugasemdir