Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boltinn alfarið hjá Deschamps
Didier Deschamps
Didier Deschamps
Mynd: EPA
Noël Le Graët, forseti franska fótboltasambandsins, mun funda með landsliðsþjálfaranum Didier Deschamps. Þar verður það rætt hvort að Deschamps haldi áfram með liðið eða ekki.

Deschamps hefur skilað mjög flottu starfi með franska landsliðið síðustu tíu árin.

Hann stýrði liðinu til heimsmeistaratitils fyrir fjórum árum og í úrslitaleikinn núna. Frakkar töpuðu í vítaspyrnukeppni gegn Argentínu í úrslitaleiknum á HM síðasta sunnudag.

Boltinn er alfarið hjá Deschamps, hann ræður því hvort hann skrifi undir nýjan samning eða ekki. Þetta segir Le Graët, en hann vill ólmur halda þjálfaranum.

„Ég held að við munum komast að samkomulagi," segir Le Graët.

Ef Deschamps hættir þá er goðsögnin Zinedine Zidane tilbúinn að taka við starfinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner