Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man City og Liverpool: Firmino, Trent og Van Dijk ekki með
Erling Braut Haaland, Aymeric Laporte og Ilkay Gündogan byrja allir
Erling Braut Haaland, Aymeric Laporte og Ilkay Gündogan byrja allir
Mynd: EPA
Manchester City og Liverpool mætast í lokaleiknum í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld en leikurinn fer fram á Etihad-leikvanginum og hefst klukkan 20:00.

Erling Braut Haaland er fremsti maður hjá Man City en hann hefur fengið góðan tíma til að hlaða batteríin á meðan heimsmeistaramótið var í gangi.

Það vantar nokkra í lið Liverpool. Virgil van Dijk er ekki í hópnum hjá liðinu í kvöld og þá er Roberto Firmino frá vegna meiðsla. Það vantar einnig Alisson og Trent Alexander-Arnold.

Jordan Henderson, Fabinho og Naby Keita eru meðal þeirra sem eru á bekknum.

Man City: Ortega, Lewis, Akanji, Laporte, Aké, Rodrigo, De Bruyne, Gündo?an, Mahrez, Haaland, Palmer.

Liverpool: Kelleher, Milner, Gómez, Matip, Robertson, Bajcetic, Thiago, Elliott, Carvalho, Salah, Núñez.
Athugasemdir
banner
banner
banner