Cloe Lacasse hefur verið að leika mjög vel fyrir portúgalska félagið Benfica upp á síðkastið og hefur hún verið að vekja athygli fyrir frammistöðu sína í Meistaradeildinni.
Cloe lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og var á þeim tíma einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.
Á þeim tíma fékk hún íslenskan ríkisborgararétt en hún gat ekki spilað með íslenska landsliðinu þar sem hún uppfyllti ekki kröfur FIFA til þess að spila með Íslandi. Í fyrra byrjaði hún svo að spila með landsliði Kanada. Óhætt er að segja að það sé svekkjandi að hún spili ekki fyrir Ísland frekar en Kanada.
Hún hefur verið að spila með Benfica frá því hún yfirgaf ÍBV en í gær tapaði liðið 2-0 gegn Bayern München í Meistaradeildinni.
Eftir leik birti Cloe færslu á Twitter sem hefur fengið mikil viðbrögð en þar má sjá þegar Saki Kumagai, varnarmaður Bayern, togar í hár hennar er hún skorar. Markið var dæmt af, dómarinn dæmdi brot á Cloe.
„Sjokkerandi að sjá. Ég er toguð niður á hárinu en klára samt færið. Svo er dæmt brot á mig. Sjokkerandi," skrifar Cloe en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
Shocking to see .. I get my hair pulled down.. still finish the chance. Ref calls a foul for the opponent. *Shocking* https://t.co/Bw0eWtnl03
— Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) December 21, 2022
Athugasemdir