Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 14:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dele Alli tekinn af velli eftir 28 mínútur
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hann fór frá Everton til Besiktas í Tyrklandi síðasta sumar.

Ferill Alli hefur verið á mikilli niðurleið síðustu ár eftir að hann var lykilmaður hjá Tottenham fyrir nokkrum árum.

Alli, sem er 26 ára gamall, hefur síðustu vikur verið hjá Besiktas en hann hefur ekki verið að standa sig vel.

Hann fékk að byrja í bikarleik á móti Sanliurfaspor, sem er í C-deild, í gær en var tekinn af velli eftir 28 mínútur. Það var baulað er hann fór af velli. Staðan var þá 2-0 fyrir Sanliurfaspor en Besiktas vann að lokum 4-2 sigur.

Besiktas á möguleika á því að kaupa hann fyrir 6 milljónir punda næsta sumar en það er ekki útlit fyrir að félagið muni nýta sér það.


Athugasemdir
banner
banner
banner