Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Dregið í 8-liða úrslit deildabikarsins - Charlton fer á Old Trafford
Charlton Athletic mun heimsækja Manchester United á Old Trafford í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins.

Enska C-deildarliðið vann Brighton á dögunum í vítakeppni á meðan Manchester United lagði Burnley, 2-0.

Þessi lið munu mætast á Old Trafford þann 9. janúar næstkomandi og er United þar í dauðafæri að komast í undanúrslit bikarsins. Dean Holden, fyrrum leikmaður Vals, er nýr stjóri Charlton.

Southampton fær Manchester City í heimsókn á St. Mary's leikvanginn á meðan Wolves heimsækir Nottingham Forest. Þá mætast Newcastle United og Leicester City á St. James' Park.

Drátturinn í heild sinni:
Manchester United - Charlton
Southampton - Manchester City
Nottingham Forest - Wolves
Newcastle United - Leicester City
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner