
Nánast eina framlag Paulo Dybala á heimsmeistaramótinu í Katar var að skora úr vítaspyrnu í úrslitaleiknum.
Dybala var notaður sparlega í keppninni en kom inn á lokamínútunum í úrslitaleiknum, bara til að taka víti. Hann fór á punktinn og skoraði.
Dybala var notaður sparlega í keppninni en kom inn á lokamínútunum í úrslitaleiknum, bara til að taka víti. Hann fór á punktinn og skoraði.
Hann skaut boltanum á mitt markið en hann ætlaði í fyrstu ekki að gera það.
„Ég varð að vera eins rólegur og ég gat," sagði Dybala um vítaspyrnuna í samtali við TyC í Argentínu.
„Gangan að boltanum var löng. Ég talaði við Dibu (Emi Martinez, markvörð Argentínu) og hann ráðlagði mér að skjóta á miðjuna eftir að þeir klúðruðu. Ég ætlaði ekki að gera það en hann sagði mér að markvörður þeirra myndi skutla sér."
„Ég hlustaði á félaga minn og mér tókst að skora."
Athugasemdir