Kevin de Bruyne var óumdeilanlega besti leikmaður vallarins er Manchester City komst í 8-liða úrslit enska deildabikarsins með því að vinna Liverpool, 3-2, á Etihad í kvöld.
De Bruyne var allt í öllu í sóknarspili Man City. Hann átti fyrirgjöfina að fyrsta markinu er Erling Braut Haaland skoraði og þá átti hann einnig fyrirgjöfina í sigurmarkinu er Nathan Aké stangaði boltann í netið.
Hann skapaði fullt fyrir liðsfélaga sína og fær 9 frá Manchester Evening News. Rodri og Riyad Mahrez fá báðir 8.
Liverpool Echo sá um að gefa leikmönnum Liverpool einkunnir en Caoimhin Kelleher, Thiago, Joel Matip og Mohamed Salah voru bestir af þeim sem byrjuðu leikinn með 7. Þá komu þeir Jordan Henderson og Alex Oxlade-Chamberlain með góða innkomu.
Man City: Ortega (6), Lewis (7), Akanji (6), Laporte (6), Aké (7), Rodri (8), Gündogan (6), De Bruyne (9), Palmer (7), Mahrez (8), Haaland (7).
Varamenn: Grealish (7), Stones (6), Foden (6).
Liverpool: Kelleher (7), Milner (6), Gomez (5), Matip (7), Robertson (6), Bajcetic (6), Thiago (7), Elliott (6), Salah (7), Nunez (6), Carvalho (6).
Varamenn: Fabinho (6), Henderson (7), Oxlade-Chamberlain (7), Keita (6).
Athugasemdir