Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 12:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Glódís ekki á listanum? - „Ég er tilbúin í slagsmál"
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vefmiðillinn Guardian ákvað að taka saman lista yfir bestu fótboltakonur í heimi þessa stundina.

Þetta er 100 manna listi en í dag voru sæti 41 til 100 opinberuð. Það var stór dómnefnd sem tók þetta saman; skipuð fyrrum leikmönnum, þjálfurum og öðrum sérfræðingum.

Í dómnefndinni sitja meðal annars Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, og Ásmundur Haraldsson, núverandi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.

Enginn íslenskur leikmaður er á fyrsta listanum sem voru opinberaður í dag.

Þetta hefur vakið ákveðna furðu hjá stuðningsfólki Bayern München í Þýskalandi sem óttast það að Glódís Perla Viggósdóttir, fótboltakona ársins á Íslandi, sé ekki á listanum.

„Ég er tilbúin í slagsmál," segir ein stuðningskona Bayern á Twitter þegar rætt er um þennan lista og taka aðrir í sama streng. Glódís hefur verið að leika virkilega með Bayern og stuðningsfólk liðsins vilja að hún fái viðurkenningu fyrir það. Þá hefur hún leikið gríðarlega vel með íslenska landsliðinu á árinu.

Það er spurning hvort Glódís sé á meðal efstu 40 en það verður opinberað á næstunni.

Með því að smella hérna er hægt að sjá hvernig listinn er frá sætum 100 til 41.


Athugasemdir
banner
banner