Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var í vörn gríska liðsins PAOK í 2-0 sigrinum á Panetolikos í úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var fjórði sigurleikurinn í röð.
Byrjun PAOK á tímabilinu var brösótt en liðið gerði mikið af jafnteflum og misstu toppliðin frá sér.
Liðið hefur náð að stilla saman strengi og vinna síðustu fjóra leiki sína en það vann góðan 2-0 sigur á Panetolikos í kvöld.
PAOK er þekkt fyrir vel skipulagðan varnarleik sinn og hefur það sést í síðustu leikjum en liðið hefur haldið hreinu í þesum fjórum sigrum.
Sverrir spilaði eins og venjulega í miðverðinum hjá PAOK en liðið er nú í 3. sæti deildarinnar með 28 stig, tíu stigum frá toppliði Panathinaikos.
Íslendingarnir í Atromitos unnu þá 1-0 sigur á OFI Crete. Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Atromitos. Hann fór af velli á 76. mínútu og tæpri mínútu síðar kom svo Viðar Örn Kjartansson inná.
Guðmundur Þórarinsson var ekki í hópnum hjá Crete í dag. Eins og staðan er í dag er Atromitos í 7. sæti með 18 stig en Crete í 10. sæti með 10 stig.
Athugasemdir