Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Hann þurfti að finna eldinn í sér
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola. stjóri Manchester City á Englandi, var ánægður að komast í 8-liða úrslit enska deildabikarsins í kvöld eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Liverpool.

Nathan Aké skoraði sigurmarkið þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne, en leikurinn var stórkostleg skemmtun.

Guardiola var nokkuð ánægður með hvernig hópurinn leit út eftir heimsmeistaramótið.

„Eftir heimsmeistaramótið og að spila ekki í langan tíma þá sýndu bæði lið ótrúlega mikla ákefð og spiluðu í háum gæðaflokki.“

„Liverpool er svo erfitt lið. Þeir slátra þér þegar þeir spila vel. Þeir búa til færi með þessum gæðum í umbreytingunum. Ég verð að hrósa leikmönnum að spila við þetta lið, því öðruvísi væri ekki hægt að spila í takt og hugrekkið ómögulegt.“

„Það er satt að strákarnir komu til baka eftir vikufrí. Það vantaði aðeins upp á, en ekki mikið. Það er erfiðara fyrir leikmenn sem voru hér og fengu frí eins og Erling og Cole. Þeir voru frábærir, sýndu mikla ákefð og voru mjög góðir.“


Kevin de Bruyne lagði upp tvö mörk í leiknum og var langbesti maður Man City en Guardiola segir að hann hafi fundið eldinn inn í sér.

„Það var eldur í Kevin. Hann þurfti að finna hann. Þvílíkur leikmaður. Hvað er hann búinn að vera hérna lengi? Átta ár? Hann er algjör goðsögn og er enn með þessa þrá í að finna þennan neista.“

„Strákarnir úr akademíunni spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik. Það er langt síðan ég hef séð svona frammistöðu eins og frá Rico Lewis, sem er 17 eða 18 ára. Við erum heppnir að hafa þennan leikmann næsta áratuginn og bara hvernig hann spilaði með og án bolta. Vonandi getur félagið bara haldið honum, því þessi leikur hjá honum var stórkostlegur,“
sagði Guardiola í lokin.
Athugasemdir
banner
banner