Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. desember 2022 00:28
Brynjar Ingi Erluson
Heilsu Pele hrakar - Eyðir jólunum á spítala
Pele
Pele
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Pele mun eyða jólunum á Albert Einstein-spítalanum í Sao Paulo um jólin en ástand hans hefur versnað. Þetta segja læknar spítalans í yfirlýsingu sem birtist í dag.

Pele, sem er talinn einn besti fótboltamaður allra tíma, vann HM þrisvar sinnum með brasilíska landsliðinu ásamt því að hafa unnið fjölmarga titla með Santos í heimalandinu.

Þessi fyrrum sóknarmaður greindist með ristilkrabbamein á síðasta ári en fór í aðgerð og lét fjarlægja meinið. Þá hefur hann verið í geislameðferð síðan.

Ástand Pele var sagt alvarlegt fyrr í þessum mánuði og var þá talið að hann ætti ekki mikið eftir. Pele var fljótur að senda frá sér yfirlýsingu og sagði að heilsa hans væri betri.

Nú er staðan þannig að Pele er áfram að glíma við meinið og hefur það dreift sér. Læknarnir á Albert Einstein-spítalanum segja að nýrun og hjartað er ekki að virka eins og áður og hann sé undir eftirliti á spítalanum.

Pele mun eyða jólunum á spítalanum en þetta staðfestir svo dóttir hans á Instagram.

„Af mörgum ástæðum ákváðum við í samráði við lækna að það væri best fyrir hann að vera hér, svo hann geti fengið alla þá umönnun sem hann þarf frá nýju fjölskyldunni á Einstein-spítalanum. Við munum meira að segja búa til nokkra Calpirinhas,“ sagði dóttir Pele og leyfði sér að grínast aðeins með Calpirinhas, sem er einn vinsælasti kokteillinn í Brasilíu.

„Við elskum ykkur og uppfærum ykkur betur í næstu viku,“ sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner