Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. desember 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Hnémeiðsli Fofana ekki alvarleg - Frá í þrjár til fjórar vikur
Mynd: Chelsea

Wesley Fofana, ungur varnarmaður Chelsea sem var keyptur á metfé síðasta sumar, hefur verið að glíma við mikil meiðslavandræði hjá sínu nýja félagi.


Hann meiddist á hné í leik gegn AC Milan í október og var búinn að ná sér af meiðslunum þegar hann meiddist aftur á hné dögunum, í æfingaleik gegn Brentford.

Fofana er búinn að gangast undir læknisskoðun og eru meiðslin ekki talin vera alvarleg.

Miðvörðurinn verður frá næstu þrjár til fjórar vikurnar en gæti þó misst af allt að sjö leikjum, meðal annars tveimur gegn Manchester City og einum gegn Liverpool.

Fofana, sem er nýorðinn 22 ára gamall, var lykilmaður í liði Leicester þegar honum tókst að halda sig fjarri meiðslavandræðum.


Athugasemdir
banner
banner