Josip Juranovic, hægri bakvörður Celtic í Skotlandi, hefur verið orðaður við Barcelona.
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er hann fyrsti kostur í hægri bakvarðarstöðuna hjá Barcelona fyrir janúargluggann.
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er hann fyrsti kostur í hægri bakvarðarstöðuna hjá Barcelona fyrir janúargluggann.
Juranovic er eftirsóttur. Það er ekki bara Barcelona sem er að eltast við hann; tvö félög í ensku úrvalsdeildinni hafa líka sýnt honum áhuga, sem og Atletico Madrid á Spáni.
Ange Postecoglou, þjálfari Celtic, segir að félagið hafi ekki fengið nein tilboð enn sem komið er. „Ég skal segja ykkur það núna, við erum ekki með nein tilboð á borðinu," segir þjálfarinn.
Celtic vill halda Juranovic, sem spilar með króatíska landsliðinu. Hinn 27 ára gamli Juranovic á þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum en félagið er samt sem áður að reyna að endursemja við hann; bjóða honum betri samning svo hann fari ekki.
Athugasemdir