Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Óþarfa mörk sem við fengum á okkur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að mörkin sem liðið fékk á sig í 3-2 tapinu gegn Manchester City í enska deildabikarnum, hafa verið óþarfa mörk.

Leikurinn var frábær fyrir áhorfendur þar sem það var fullt af færum á báða bóga.

Nathan Aké skoraði þriðja og síðasta mark Man City í leiknum og tryggði sigurinn en Klopp var ekki nógu sáttur með margt úr leiknum.

„Fyrstu fimmtán mínúturnar voru klárlega erfiðar. Við spiluðum leikkerfi sem við erum ekki vanir að spila. Á undirbúningstímabilinu notuðum við Firminho sem fremsta mann og Oxlade-Chamberlain á vægnum sem hjálpar. Við þurftum að breyta því eftir síðustu æfingu, en það var hægt að sjá að við þurftum tíma til að aðlagast,“ sagði Klopp.

„Við áttum okkar augnablik þegar við vorum þéttir. Þeir eru náttúrulega algjört ofurlið sem gera hlutina ótrúlega vel. Á miðjunni þarf allt að vera á hreinu. Við vorum í basli fyrstu fimmtán mínúturnar og það eyðileggur sjálfstraustið og sannfæringuna.“

„Þetta var fínt í hálfleik, í raun í lagi. Síðari hálfleikurinn byrjar og þeir skora annað mark með fyrsta skoti hálfleiksins. Þetta var í heimsklassa hjá Riyad en við hefðum getað gert meira fyrir þetta atvik.“

„Öll þessi mörk sem við fengum á okkur voru óþarfi. Þegar þú horfir á þriðja markið, þá breyttum við aðeins áður og það þýðir nýtt skipulag. Við horfðum á boltann. Við búumst allir við því að Nathan taki þennan skalla, en fyrir aftan hann var enginn fyrir utan tvo leikmenn Man City.“

„Mörkin voru óþarfi en annars var þetta erfiður leikur fyrir bæði lið. Við áttum góða kafla, spiluðum góðan fótbolta og gátum skorað fleiri mörk. Þetta eru úrslit sem við þurfum að lifa með og þannig er það,“
sagði Klopp enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner