Íþróttamaður ársins verðlaunahátíð þeirra Breta fór fram í gærkvöldi
Beth Mead var valin íþróttamaður ársins Verðlaunin eru einhver þau eftirsóttustu á Bretlandseyjum en aðeins fimm fótboltamenn höfðu unnið verðlaunin á undan henni.
Mead var markahæst á EM í sumar er England vann mótið en hún skoraði sex mörk og lagði upp fimm. Hún var einnig valin besti leikmaður mótsins.
Hún var ekki eina Ljónynjan sem tók verðlaun á kvöldinu, því þær tóku öll stóru verðlaunin.
Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, var valin þjálfari ársins og liðið sjálft var valið lið ársins.
Athugasemdir