Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Berglind sat á bekknum í tapi
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Paris Saint-Germain sem tapaði fyrir Chelsea, 3-0, í lokaumferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Berglind, sem kom til PSG frá norska félaginu Brann í sumar, en hún hefur þurft að vera þolinmóð og bíða eftir því að fá fleiri tækifæri hjá franska stórliðinu.

Hún fékk ekki mínútur til að nýta krafta sína gegn Chelsea í kvöld. Lauren James, systir Reece James, skoraði tvö mörk fyrir enska félagið og þá gerði Samantha Kerr eitt.

Chelsea er sigurvegari A-riðils með 16 stig en PSG hafnar í 2. sæti með 10 stig.

Real Madrid vann Vllaznia í sama riðli, 5-1, en sá leikur skipti litlu enda bæði lið úr leik. Real Madrid hafnaði í öðru sæti með 8 stig en Vllaznia í 4. og síðastasæti riðilsins með 0 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner