Wolfsburg vann B-riðil Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki í dag og það með látum en liðið gjörsigraði St. Polten frá Austurríki, 8-2.
Þýska liðið þurfti sigur til að tryggja toppsætið og liðið var ákveðið því að ganga frá andstæðingum sínum.
Mörkin dreifðust á liðið en Pia-Sophie Wolter skoraði tvö og þá komust þær Lena Lattwein, Marina Hegering, Svenja Huth, Ewa Pajor, Tabea Wassmuth og Pauline Bremer einnig á blað.
Það vekur athygli að Mateja Zver, fyrrum leikmaður Þórs/KA, gerði fyrra mark St. Pölten í leiknum.
Sveindís Jane Jónsdóttir var á bekknum hjá Wolfsburg en kom ekki við sögu og fékk því góða hvíld.
Roma vann Slavía Prag, 3-0, í sama riðli. Wolfsburg er sigurvegari riðilsins með 14 stig, einu stigi meira en Roma. Bæði lið eru því komin í 8-liða úrslit ásamt Barcelona, Bayern München, Lyon og Arsenal.
Athugasemdir