Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Milner fór meiddur af velli í fyrri hálfleik
Enski miðjumaðurinn James Milner haltraði af velli í fyrri hálfleik í leik Manchester City og Liverpool á Etihad.

Milner, sem er 36 ára gamall, var í byrjunarliði Liverpool gegn Man City, en hann byrjaði í hægri bakverði.

Hann lagði upp jöfnunarmark Liverpool í fyrri hálfleiknum en meiddist svo og haltraði af velli átján mínútum síðar.

Nathaniel Phillips kom inn fyrir hann og var Joe Gomez settur í hægri bakvörðinn í staðinn.

Roberto Firmino gat ekki verið með Liverpool í dag vegna meiðsla og þá eru þeir Luis Díaz og Diogo Jota einnig frá og snúa þeir ekki aftur fyrr en eftir áramót.

Milner hefur reynst mikilvægur fyrir Liverpool. Hann hefur alltaf verið tiltækur ef það hafa komið upp meiðsli á miðjunni eða í vörn, en nú er útlit fyrir að hann sé á leið á meiðslalista félagsins.
Athugasemdir
banner