Portúgalski miðvörðurinn Ruben Dias verður frá næsta mánuðinn vegna meiðsla sem hann varði fyrir á HM í Katar. Þetta segir Jack Gaughan, blaðamaður Daily Mail.
Dias, sem er besti miðvörður Manchester City, var lykilmaður í portúgalska landsliðinu á HM.
Hann meiddist aftan í læri í stórsigrinum á Sviss í 16-liða úrslitum mótsins, en spilaði samt 90 mínútur í tapinu gegn Marokkó í 8-liða úrslitum.
Varnarmaðurinn verður nú frá í að minnsta kosti mánuði vegna meiðslanna.
Dias var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2020-2021 og hefur þá spilað tólf af fjórtán leikjum liðsins í deildinni á þessari leiktíð.
Ruben Dias is out for up to a month after suffering a thigh/hamstring injury against Switzerland at the World Cup. Went onto play 90 mins vs Morocco.
— Jack Gaughan (@Jack_Gaughan) December 22, 2022
Athugasemdir