Heyrst hefur að FH hafi áhuga á því að fá finnska miðvörðinn Dani Hatakka frá Keflavík.
Hatakka gekk í raðir Keflavíkur fyrir síðustu leiktíð frá Honka í heimalandinu. Á sínum tíma lék hann fjórtán leiki fyrir yngri landslið Finnlands.
Hann hefur einnig verið á mála hjá Brann í Noregi ásamt fleiri liðum í Finnlandi.
Samningur hans við Keflavík er ekki lengur í gildi og því getur FH fengið hann á frjálsri sölu; hann samdi bara út síðustu leiktíð við Keflavík.
FH hefur verið í leit að miðverði en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur verið að æfa með liðinu og er sagður í viðræðum við félagið.
FH hafnaði í tíunda sæti á síðustu leiktíð á meðan Keflavík endaði í sjöunda sæti. Eftir síðustu leiktíð hefur Keflavík misst marga mjög mikilvæga leikmenn.
Athugasemdir