Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 22. desember 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Saint-Maximin vill fá Thuram til Newcastle
Mynd: Getty Images

Allan Saint-Maximin hefur hrifið marga fótboltaunnendur með skemmtilegum leikstíl sínum. Hann er leikmaður Newcastle United og er kominn með eitt mark og þrjár stoðsendingar í sjö úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu.


Saint-Maximin er franskur og var hann spurður um möguleg leikmannakaup Newcastle í janúar. Hann svaraði því að hann vildi fá samlanda sinn Marcus Thuram, sem kom við sögu með Frakklandi á HM í Katar, til félagsins.

Marcus Thuram er sonur goðsagnakennda varnarmannsins Lilian Thuram og á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Borussia Mönchengladbach. Thuram hefur verið orðaður við Manchester United og er talið að framherjinn knái sé falur fyrir gjafaprís, eða um 10 milljónir evra.

„Marcus er frábær leikmaður og ég vona að við fáum tækifæri til að kaupa hann. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hef ég rætt við hann um þetta," sagði Saint-Maximin.

„Við höfum þekkst mjög lengi og erum góðir vinir, ég þekki alla fjölskylduna hans. Hann er ótrúlegur náungi sem kemur úr frábærri fjölskyldu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner