fim 22. desember 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Simeone staðfestir brottför Cunha - Felix gæti farið
Joao Felix á 33 mörk í 129 leikjum með Atletico eftir að hafa verið keyptur til félagsins fyrir metfé.
Joao Felix á 33 mörk í 129 leikjum með Atletico eftir að hafa verið keyptur til félagsins fyrir metfé.
Mynd: Getty Images

Diego Simeone þjálfari Atletico Madrid svaraði spurningum um tvo framherja sína í gær.


Matheus Cunha er sagður vera á leið til Wolves á meðan Joao Felix hefur meðal annars verið orðaður við Aston Villa.

Simeone staðfesti yfirvofandi brottför Cunha í viðtali í gær en talaði um Felix sem mikilvægan leikmann liðsins. Hann tók þó fram að enginn væri ósnertanlegur.

„Cunha er að fara, hann er við það að skrifa undir hjá sínu nýja félagi," sagði Simeone, en Atletico er talið fá rúmlega 40 milljónir evra fyrir framherjann.

„Vonandi getum við gefið Joao Felix smá hamingju hérna, hann þarf frelsi til að sína hvað hann lærði á HM. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur en enginn er ósnertanlegur. Ég hugsa bara um að undirbúa hópinn minn fyrir næsta leik, hvað sem gerist á leikmannamarkaðinum gerist - ég hef ekki stjórn á því."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner