Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fim 22. desember 2022 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Haaland tók upp þráðinn þar sem frá var horfið
Erling Braut Haaland heldur áfram að raða inn mörkum
Erling Braut Haaland heldur áfram að raða inn mörkum
Mynd: EPA
Norski framherjinn Erling Braut Haaland er mættur endurnærður aftur á völlinn og er búinn að koma Manchester City í 1-0 gegn Liverpool í enska deildabikarnum.

Kevin de Bruyne fékk boltann á vinstri vængnum og kom honum frá sér áður en hann fann sér svæði ofar á kantinum.

Hann fékk boltann aftur og kom honum inn í teiginn. Joe Gomez var að dekka Haaland en gleymdi sér í augnablik og var það nóg fyrir norska sóknarmanninn til að komast fram fyrir hann og skila boltanum framhjá Caomhin Kelleher í markinu.

Þetta var 24. mark Haaland fyrir Man City á tímabilinu.

Hægt er að sjá markið hjá Haaland með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Haaland
Athugasemdir
banner
banner